Aumingja ég
Hæ,
Ég ligg hérna og hef það ágætt...með rúmlega 10 cm skurð á mallanum...
Ég fór í aðgerð síðasta mánudag og tja alveg ótrúlegt hvað þetta gekk hratt...undirbúinn, svæfður, skorinn, vakinn og keyrt heim á innan við 4 tímum...það kalla ég nú gott.
Heima hjá Addý og Helga fékk ég alveg afbragðs þjónustu. Ég hér með þakka ykkur þúsundfalt...næst þegar ég þarf í uppskurð þá mæti ég til ykkar :) :) :)
Ég kom svo heim í gærkvöldi og satt að segja þá er þetta dæmi bara ansi vont...þökk sé verkjatöflum þá er þetta þolanlegra og satt að segja þá er ég skárri með hverjum tíma sem líður. Ég mun þó ekki gefa kost á mér í komandi landsleiki.
Síðustu daga hef ég séð ansi mikið flöktefni á sjónvarpsskjánum...í dag til dæmis sá ég prýðismynd með Danny Aiello sem heitir Dinner Rush.
Svo hef ég lesið eina skemmtilega bók sem heitir Hjarta Voltaires. Mæli með henni...ég ætla svo að lesa eitthvað meira í kvöld...kannski maður haldi áfram með bók Marinu Lewycka Tveir Húsvagnar amk byrjar bókin vel. Marina Lewycka skrifaði söguna "Stutt ággrip af sögu traktorsins á Úkraínsku" Og sú bók er alveg frábær. Ég las hana reyndar á ensku svo ég get ekki tjáð mig um íslensku þýðinguna, en venjulega eru nú bækur í íslenskri þýðingu ágætlega gerðar.
Í kvöld er svo fótbolti og kvalirnar linast og linast og ég finn að ég er klár í flest fljótlega.
Þakka þeim sem lásu.
kveðja,
Arnar Thor
Ég ligg hérna og hef það ágætt...með rúmlega 10 cm skurð á mallanum...
Ég fór í aðgerð síðasta mánudag og tja alveg ótrúlegt hvað þetta gekk hratt...undirbúinn, svæfður, skorinn, vakinn og keyrt heim á innan við 4 tímum...það kalla ég nú gott.
Heima hjá Addý og Helga fékk ég alveg afbragðs þjónustu. Ég hér með þakka ykkur þúsundfalt...næst þegar ég þarf í uppskurð þá mæti ég til ykkar :) :) :)
Ég kom svo heim í gærkvöldi og satt að segja þá er þetta dæmi bara ansi vont...þökk sé verkjatöflum þá er þetta þolanlegra og satt að segja þá er ég skárri með hverjum tíma sem líður. Ég mun þó ekki gefa kost á mér í komandi landsleiki.
Síðustu daga hef ég séð ansi mikið flöktefni á sjónvarpsskjánum...í dag til dæmis sá ég prýðismynd með Danny Aiello sem heitir Dinner Rush.
Svo hef ég lesið eina skemmtilega bók sem heitir Hjarta Voltaires. Mæli með henni...ég ætla svo að lesa eitthvað meira í kvöld...kannski maður haldi áfram með bók Marinu Lewycka Tveir Húsvagnar amk byrjar bókin vel. Marina Lewycka skrifaði söguna "Stutt ággrip af sögu traktorsins á Úkraínsku" Og sú bók er alveg frábær. Ég las hana reyndar á ensku svo ég get ekki tjáð mig um íslensku þýðinguna, en venjulega eru nú bækur í íslenskri þýðingu ágætlega gerðar.
Í kvöld er svo fótbolti og kvalirnar linast og linast og ég finn að ég er klár í flest fljótlega.
Þakka þeim sem lásu.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Láttu þér batna,
kv. Rúnabrúna
Börnin eru nú þegar farin að sakna þín.